Enski boltinn

Juventus vill Malouda

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ítalska félagið Juventus hefur áhuga á að fá Florent Malouda, vængmann Chelsea, lánaðan út leiktíðina. Þessi franski leikmaður hefur ekki náð að festa sig í sessi á Stamford Bridge.

Juventus er sem stendur í öðru sæti ítölsku deildarinnar en Claudio Ranieri hyggst styrkja lið sitt til að veita Inter samkeppni um meistaratitilinn.

Malouda var keyptur til Chelsea frá Lyon árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×