Innlent

Leitað að manni í Mývatnssveit í nótt

Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til þess að leita að manni í Mývatnssveit. Tilkynningin barst um klukkan tvö og var maðurinn sem er á tvítugsaldri, kominn í leitirnar um klukkan fimm.

Þegar hann fannst var hann orðinn nokkuð kaldur enda kalt í nótt í Mývatnssveitinni og hann illa búinn. Hlúð var að manninum þar sem hann fannst og varð honum ekki meint af.

Fyrirtæki af Austurlandi var að halda árshátíð í sveitinni og voru það vinnufélagar mannsins sem óskuðu eftir því að hafin yrði leit að honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×