Fótbolti

Mikilvægi Margrétar Láru eykst hjá Linköping

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josefine Öqvist (14) er lykilmaður hjá Linköping og sænska landsliðinu.
Josefine Öqvist (14) er lykilmaður hjá Linköping og sænska landsliðinu. Mynd/AFP

Sænska landsliðskonan Josefine Öqvist mun að öllum líkindum missa af fyrri hluta tímabilsins með Linköping eftir að ljóst varð að hún þarf að fara í aðra hnéaðgerð. Öqvist missir líklega líka af EM í Finnlandi í ágúst.

Öqvist er 26 ára framherji sem getur líka spilað framarlega á miðjunni. Hún var annar markahæsti leikmaður Linköping á síðasta tímabili með níu mörk.

Mikilvægi hennar er mikið í sóknarleik Linköping og því horfa Svíarnir örugglega til Margrétar Láru Viðarsdóttur um að fylla í hennar skarð.

Öqvist skoraði 3 mörk í 8 landsleikjum á síðasta ári og hefur alls skorað 11 landsliðsmörk í 50 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×