Enski boltinn

Pavlyuchenko hefði frekar átt að fara til Arsenal

Nordic Photos/Getty Images

Rússneski framherjinn Roman Pavlyuchenko á aldrei eftir að falla almennilega inn í leik Tottenham og á sér enga framtíð hjá félaginu. Þetta segir fyrrum fyrrum þjálfari hans hjá Spartak Moskvu, Oleg Romantsev.

"Ég er aldrei á móti því að leikmenn mínir fari í bestu deildir Evrópu, en þeir verða að velja rétt lið. Ég vildi að Roman hefði talað við mig áður en hann ákvað að fara til Tottenham, því hann á eftir að eiga erfitt uppdráttar þar. Tottenham er ekki rétta liðið fyrir hann," sagði þjálfarinn.

"Tottenham spilar kraftbolta sem hentar honum ekki. Roman er leikmaður sem passar betur inn í lið sem byggja meira á tækni. Ég hef ekkert á móti leikstíl Tottenham, sumum finnst hann skemmtilegur. Tottenham hefur þrjá aðra framherja sem eru vanir þessum leikstíl," sagði Romantsev.

Hann segir leikstíl Arsenal henta Pavlyuchenko mun betur. "Arsenal spilar ekki ósvipað og Spartak gerði, þar sem leikstíllinn byggist upp á stuttu og hröðu spili. Í þeim skilningi má segja að Andrei Arshavin hafi verið heppnari en Pavlyuchenko þegar hann valdi sér lið á Englandi," sagði þjálfarinn í samtali við Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×