Innlent

Opnaði sumarvef ÍTR

Hanna Birna opnaði vefinn í morgun.
Hanna Birna opnaði vefinn í morgun.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun sumarvef ÍTR. Tilgangurinn með vefnum er að bæta þjónustu við foreldra og börn sem hafa hug á að nýta sér sumarnámskeiðin. Á vefnum má finna allar upplýsingar um framboð frístundatilboða á vegum borgarinnar og íþrótta- og æskulýðsfélaga sem eru í boði fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 til 16 ára í borginni.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vefurinn komi í stað bæklingisins og gefi íþrótta- og æskulýðsfélögum í borginni færi á að koma upplýsingum á framfæri um sína starfsemi. Ennfremur gefi leitarvélin á vefnum bæði foreldrum og börnum kost á að leita eftir tímabilum, hverfum, aldri og viðfangsefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×