Innlent

Fær 29 milljónir í skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrverandi starfsmanni tæpar 29 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2005.

Maðurinn hlaut höfuðhögg og heilaskaða þegar hann var að vinna við lagningu háspennuvírs í Áreyjadal á Þórdalsheiði við Reyðarfjörð. Borð í klæðningu keflis með háspennuvír losnaði og slóst í höfuð mannsins.

Maðurinn krafðist 47 milljóna í bætur, en var látinn bera þriðjung tjónsins sjálfur vegna þess gáleysis að hafa ekki borið hjálm á höfði.






Tengdar fréttir

Beltin hefðu bjargað lífi 36

Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×