Enski boltinn

Hughes: Haldið endilega áfram að rífast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hughes vill endilega að sínir menn takist á eftir leiki.
Hughes vill endilega að sínir menn takist á eftir leiki. Nordic photos/Getty images

Mark Hughes, stjóri Man. City, vonast til þess að Robinho og Craig Bellamy haldi áfram að rífast inn í búningsklefa liðsins en þeim tveimur lenti saman í klefanum eftir leikinn gegn Portsmouth.

„Það er búið að gera of mikið úr þessu atviki enda engin nýlunda að leikmönnum lendi saman í búningsklefa eftir leiki. Það er bara heilbrigt að menn viðri skoðanir sínar og ég hvet menn til þess," sagði Hughes sem segist hafa margoft lent í slíku sem leikmaður.

„Gagnrýni má ekki bara koma frá þjálfaranum. Stundum þarf hún að koma að innan frá leikmönnum. Ef rétt er að staðið geta slík skoðanaskipti eingöngu þjappað hópnum saman," sagði Hughes en hann þarf á því að halda að sínir menn verði á tánum gegn FCK í UEFA-bikarnum í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×