Innlent

Sigmundur hrósaði Lilju

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Sigmundur Davíð hrósaði Lilju Mósesdóttir, þingmanni VG, á þingfundi í dag.
Sigmundur Davíð hrósaði Lilju Mósesdóttir, þingmanni VG, á þingfundi í dag. Mynd/Pjetur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hrósaði stjórnarþingmanninum Lilju Mósesdóttur á þingfundi í dag og sagði hana þingmann af þeirri gerð sem almenningur hafi kallað eftir. Hún hafi talað af skynsemi og rökfestu í Icesave málinu.

Um helgina sagðist Lilja, sem er þingmaður VG, ekki ætla að styðja frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave. Hún sagðist telja núverandi samninga Íslendingum ekki nógu hagstæða.

„Háttvirtur þingmaður hefur talað að mikilli skynsemi og rökfestu í þessu máli og sýnt það og sannað að hún er þingmaður að þeirri gerð sem ég held að kallað hafi verið eftir þegar fólk vildi sjá breytingar í íslenskum stjórnmálum," sagði Sigmundur Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×