Fréttaskýring: Sönnunargögn í Tevez-málinu birt í fjölmiðlum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 17:14 Carlos Tevez fagnar marki í leik með West Ham gegn Bolton þann 5. maí 2007. Nordic Photos / Getty Images Enska götublaðið News of the World birtir í dag skjöl sem blaðið segir að forráðamenn Íslendingafélagsins West Ham bindi vonir við að sanni sakleysi félagsins í nýrri rannsókn enskra knattspyrnuyfirvalda í hinu mjög svo flókna Carlos Tevez-máli. Vísir mun í dag stikla á því helsta sem kemur fram í grein blaðsins og taka saman hvað hefur gerst hingað til í þessu máli. Óhætt er að segja að það sé það langlífasta og eitt allra flóknasta í sögu úrvalsdeildarinnar og það hefur gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur West Ham sem er vitanlega í eigu Björgólfs Guðmundssonar.Upphafið Skömmu áður en WH Holding, eignarhaldsfélag sem var þá í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar, keypti West Ham var það tilkynnt að félagið hafði náð samkomulagi við þá Carlos Tevez og Javier Mascherano. Þetta var þann 31. ágúst 2006. Þetta kom öllum á óvart, sérstaklega þar sem Tevez hafði verið sterklega orðaður við Manchester United og Chelsea eftir að hann neitaði að spila áfram með félagi sínu, Corinthians í Brasilíu. Fljótlega fóru sögusagnir á kreik um að önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafi ekki viljað semja við Tevez þar sem þriðji aðilinn - fyrirtækið Media Sports Investments (MSI) - ætti samningsrétt Tevez. Leikmaðurinn væri því eins og ósjálfráða einstaklingur sem væri algerlega háður forráðamanni.Sektin Í ljós kom að það var ólöglegt í ensku úrvalsdeildinni að félög tefldu fram leikmönnum sem væru í eigu þriðja aðila. West Ham var sektað um 5,5 milljónir punda og því settir afarkostir - annað hvort að losa Tevez undan samkomulaginu sem gert var um haustið eða hætta að nota leikmanninn alfarið. Það voru þessir afarkostir sem reyndust aðaldeiluefnið í máli Sheffield United gegn West Ham sem komið verður að síðar.Sönnunargögnin Nú er komið að frétt News of the World í dag. Blaðið birtir á heimasíðu sinni í dag skjöl sem eiga að sýna að West Ham hafi sagt upp samkomulagi félagsins við Tevez og þau fyrirtæki sem honum tengjast. Téð fyrirtæki, meðal annars MSI, er í eigu Íranans Kia Joorabchian. Þann 27. apríl 2007 undirritaði Eggert Magnússon bréf sem sagði upp samkomulagi West Ham við Carlos Tevez og þau fyrirtæki sem eiga samningsrétt hans. Alan Curbishley, þáverandi knattspyrnustjóri West Ham, afhenti Tevez bréfið og bað hann um að kvitta fyrir mótttöku þess. Það gerði hann hins vegar ekki en Cubishley vottaði í yfirlýsingu frá sér að Tevez hefði móttekið bréfið. Þessi tvö skjöl má finna hér, í frétt News of the World um málið. Sjáumst fljótt ... Wayne Rooney og Carlos Tevez.Nordic Photos / Getty ImagesLeyfið Aðeins degi síðar átti West Ham að spila gegn Wigan. Bæði lið voru í bráðri fallbaráttu og West Ham þurfti sárlega á Tevez að halda í leiknum. Það fór því af stað mikið kapphlaup af hálfu forráðamanna West Ham að fá tilskilin leyfi fyrir Tevez svo hann mætti spila í leiknum. Eftir mikil samskipti á milli forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar, forráðamanna West Ham og lögfræðings Kia Joorabchian sættust yfirvöld á að West Ham hefði uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru til félagsins er varðar Tevez og að hann mætti spila með félaginu áfram. Mike Foster, einn yfirmanna ensku úrvalsdeildarinnar, ritaði West Ham bréf. „Ég get staðfest að félagið hefur uppfyllt þær kröfur sem stjórnin hefur gert og leikmanninum er heimilt að spila. En stjórninni er heimilt að taka málið upp aftur síðar ef ný atriði koma fram og sérstaklega ef uppsögn félagsins á samkomulaginu er dregið í efa."West Ham bjargaði sér Eins og frægt er bjargaði West Ham sér frá falli um vorið. Tevez skoraði eina markið í 1-0 sigri félagsins á Manchester United og liðið hélt sér uppi. Degi fyrir leikinn bað Eggert Magnússon um staðfestingu frá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að félaginu væri enn heimilt að tefla fram Carlos Tevez. Þá staðfestingu fékk hann. Sheffield United féll hins vegar og þá hófst nýr kafli í málinu.Búið ... Flestir virtust sáttir með að halda áfram með lífið. West Ham fékk sektina en hinir íslensku forráðamenn liðsins voru búnir að hreinsa upp skítinn eftir fyrrum eigendur félagsins og útvega Tevez löglegt leyfi til að spila með félaginu. West Ham bjargaði sér en Sheffield United féll - svona er boltinn bara. En það vildu forráðamenn Sheffield United ekki sætta sig við og reyndu allt að upphafi næsta tímabils að áfrýja þeirri ákvörðun að leyfa Tevez að spila. Það gekk ekki eftir og West Ham spilaði í úrvalsdeildinni um haustið - en Sheffield United í B-deildinni. West Ham kært En forráðamenn Sheffield United gáfust ekki upp og fengu skipaðan sérstakan gerðardómstól sem skyldi úrskurða um málið í eitt skipti fyrir öll. Og nú er komið að afarkostunum áðurnefndu sem varð West Ham að falli í málinu, að mati Griffiths lávarði sem fór með úrslitavaldið í dómstólnum. Griffiths úrskuðaði að Scott Duxbury, framkvæmdarstjóri West Ham, hafi í raun ekki sagt rétt frá þegar að samkomulaginu var sagt upp. Ef forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hefðu vitað hið „rétta" í málinu hefðu þeir aldrei leyft Tevez að spila áfram. Graham Shear, lögfræðingur Kia Joorabchian, bar nefnilega vitni fyrir dómnum þar sem hann sagði að Duxbury hefði fullvissað sig um að samkomulagið væri enn í gildi - þó svo að Duxbury hefði sagt forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að því hefði verið sagt upp. Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United.Nordic Photos / Getty ImagesGerðu báðum til hæfis Spurður hvort að Duxbury hefði sagt sér að samkomulagið við West Ham væri enn í gildi sagði Shear fyrir rétti að það svo væri - í grófum dráttum. „West Ham vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja að Tevez spilaði með West Ham í síðustu leikjum tímabilsins. Þó svo að West Ham hafði engan annan kost í stöðunni en að fara að tilmælum ensku úrvalsdeildarinnar vildi félagið gera allt mögulegt til að halda rétthöfunum góðum," mun Shear hafa sagt fyrir dómnum. Þetta sagði Griffiths lávarður í úrskurði sínum: „Ef enska úrvalsdeildin hefði vitað hvað hr. Duxbury hefði sagt lögfræðingi hr. Joorabchian eftir ákvörðun deildarinar erum við þess fullvissir að enska úrvalsdeildin hefði úrskurðað skráningu Tevez sem leikmann West Ham ógilda."Nýja rannsóknin Eftir að niðurstaða gerðardómsins varð ljós ákváðu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins að sameina krafta sína í nýrri rannsókn á Tevez-málinu og er sú rannsókn nú í gangi. En sem fyrr segir, forráðamenn West Ham eru þess fullvissir að skjölin sem eru birt í News of the World muni sanna sakleysi félagsins.Fagnar rannsókninni Eftirfarandi er haft er eftir Scott Duxbury í fréttinni í dag. „Lögfræðingar Tevez telja að samkomulagið hafi enn verið í gildi þrátt fyrir uppsögnina en við mótmælum að það sé lagaleg afstaða þeirra." „Ég leit á það sem mitt hlutverk að ganga úr skugga um að Tevez myndi spila áfram og hjálpa til í fallbaráttu félagsins, jafnvel þó það væri ljóst að Tevez væri óánægður með að samkomulaginu yrði sagt upp. Ég gerði lögfræðingum Tevez það fyllilega ljóst að ef Carlos myndi vera áfram og hjálpa okkur til loka tímabilsins myndi ég ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vildi fara til annars félags." „Við höldum því fram að þetta hafi ekki verið samkomulag eins og áður ríkti. Þetta er bara hluti af því að reka knattspyrnufélag og gera allt sem hægt er til að vernda hagsmuni West Ham. Því miður virðist Griffiths lávarður halda að eitthvert opinbert samkomulag hafi verið við lýði.Af hverju fóru Tevez og Mascherano til West Ham? West Ham var til sölu haustið 2006. Kia Joorabchian hafði lengi verið orðaður við félagið og er einfaldlega talið að hann hafi lánað West Ham leikmennina tvo sem hann átti - Tevez og Mascherano - til þess að liðka fyrir samningaviðræðum sínum við þáverandi eigendur West Ham. En svo keyptu þeir Björgólfur og Eggert félagið og fengu upp í hendurnar vonlaust mál sem hefur dregið einhvern stærsta dilk á eftir sér sem um getur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.Björgólfur Hvað næst? West Ham á yfir sér sekt vegna Sheffield United-málsins upp á 30 milljónir punda. Ensk knattspyrnuyfirvöld eru þar að auki búin að hefja nýja rannsókn á þessu máli. Björgólfur Guðmundsson, eigandi félagsins, er á barmi gjaldþrots. Eignarhaldsfélagið sem á West Ham er í greiðslustöðvun en enn hafa engar fregnir borist af mögulegri sölu West Ham. Framíð félagsins er í miklu limbói og ekki sér enn fyrir endann á Tevez-málinu. Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Enska götublaðið News of the World birtir í dag skjöl sem blaðið segir að forráðamenn Íslendingafélagsins West Ham bindi vonir við að sanni sakleysi félagsins í nýrri rannsókn enskra knattspyrnuyfirvalda í hinu mjög svo flókna Carlos Tevez-máli. Vísir mun í dag stikla á því helsta sem kemur fram í grein blaðsins og taka saman hvað hefur gerst hingað til í þessu máli. Óhætt er að segja að það sé það langlífasta og eitt allra flóknasta í sögu úrvalsdeildarinnar og það hefur gríðarleg áhrif á framtíðarhorfur West Ham sem er vitanlega í eigu Björgólfs Guðmundssonar.Upphafið Skömmu áður en WH Holding, eignarhaldsfélag sem var þá í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar, keypti West Ham var það tilkynnt að félagið hafði náð samkomulagi við þá Carlos Tevez og Javier Mascherano. Þetta var þann 31. ágúst 2006. Þetta kom öllum á óvart, sérstaklega þar sem Tevez hafði verið sterklega orðaður við Manchester United og Chelsea eftir að hann neitaði að spila áfram með félagi sínu, Corinthians í Brasilíu. Fljótlega fóru sögusagnir á kreik um að önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafi ekki viljað semja við Tevez þar sem þriðji aðilinn - fyrirtækið Media Sports Investments (MSI) - ætti samningsrétt Tevez. Leikmaðurinn væri því eins og ósjálfráða einstaklingur sem væri algerlega háður forráðamanni.Sektin Í ljós kom að það var ólöglegt í ensku úrvalsdeildinni að félög tefldu fram leikmönnum sem væru í eigu þriðja aðila. West Ham var sektað um 5,5 milljónir punda og því settir afarkostir - annað hvort að losa Tevez undan samkomulaginu sem gert var um haustið eða hætta að nota leikmanninn alfarið. Það voru þessir afarkostir sem reyndust aðaldeiluefnið í máli Sheffield United gegn West Ham sem komið verður að síðar.Sönnunargögnin Nú er komið að frétt News of the World í dag. Blaðið birtir á heimasíðu sinni í dag skjöl sem eiga að sýna að West Ham hafi sagt upp samkomulagi félagsins við Tevez og þau fyrirtæki sem honum tengjast. Téð fyrirtæki, meðal annars MSI, er í eigu Íranans Kia Joorabchian. Þann 27. apríl 2007 undirritaði Eggert Magnússon bréf sem sagði upp samkomulagi West Ham við Carlos Tevez og þau fyrirtæki sem eiga samningsrétt hans. Alan Curbishley, þáverandi knattspyrnustjóri West Ham, afhenti Tevez bréfið og bað hann um að kvitta fyrir mótttöku þess. Það gerði hann hins vegar ekki en Cubishley vottaði í yfirlýsingu frá sér að Tevez hefði móttekið bréfið. Þessi tvö skjöl má finna hér, í frétt News of the World um málið. Sjáumst fljótt ... Wayne Rooney og Carlos Tevez.Nordic Photos / Getty ImagesLeyfið Aðeins degi síðar átti West Ham að spila gegn Wigan. Bæði lið voru í bráðri fallbaráttu og West Ham þurfti sárlega á Tevez að halda í leiknum. Það fór því af stað mikið kapphlaup af hálfu forráðamanna West Ham að fá tilskilin leyfi fyrir Tevez svo hann mætti spila í leiknum. Eftir mikil samskipti á milli forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar, forráðamanna West Ham og lögfræðings Kia Joorabchian sættust yfirvöld á að West Ham hefði uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru til félagsins er varðar Tevez og að hann mætti spila með félaginu áfram. Mike Foster, einn yfirmanna ensku úrvalsdeildarinnar, ritaði West Ham bréf. „Ég get staðfest að félagið hefur uppfyllt þær kröfur sem stjórnin hefur gert og leikmanninum er heimilt að spila. En stjórninni er heimilt að taka málið upp aftur síðar ef ný atriði koma fram og sérstaklega ef uppsögn félagsins á samkomulaginu er dregið í efa."West Ham bjargaði sér Eins og frægt er bjargaði West Ham sér frá falli um vorið. Tevez skoraði eina markið í 1-0 sigri félagsins á Manchester United og liðið hélt sér uppi. Degi fyrir leikinn bað Eggert Magnússon um staðfestingu frá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að félaginu væri enn heimilt að tefla fram Carlos Tevez. Þá staðfestingu fékk hann. Sheffield United féll hins vegar og þá hófst nýr kafli í málinu.Búið ... Flestir virtust sáttir með að halda áfram með lífið. West Ham fékk sektina en hinir íslensku forráðamenn liðsins voru búnir að hreinsa upp skítinn eftir fyrrum eigendur félagsins og útvega Tevez löglegt leyfi til að spila með félaginu. West Ham bjargaði sér en Sheffield United féll - svona er boltinn bara. En það vildu forráðamenn Sheffield United ekki sætta sig við og reyndu allt að upphafi næsta tímabils að áfrýja þeirri ákvörðun að leyfa Tevez að spila. Það gekk ekki eftir og West Ham spilaði í úrvalsdeildinni um haustið - en Sheffield United í B-deildinni. West Ham kært En forráðamenn Sheffield United gáfust ekki upp og fengu skipaðan sérstakan gerðardómstól sem skyldi úrskurða um málið í eitt skipti fyrir öll. Og nú er komið að afarkostunum áðurnefndu sem varð West Ham að falli í málinu, að mati Griffiths lávarði sem fór með úrslitavaldið í dómstólnum. Griffiths úrskuðaði að Scott Duxbury, framkvæmdarstjóri West Ham, hafi í raun ekki sagt rétt frá þegar að samkomulaginu var sagt upp. Ef forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hefðu vitað hið „rétta" í málinu hefðu þeir aldrei leyft Tevez að spila áfram. Graham Shear, lögfræðingur Kia Joorabchian, bar nefnilega vitni fyrir dómnum þar sem hann sagði að Duxbury hefði fullvissað sig um að samkomulagið væri enn í gildi - þó svo að Duxbury hefði sagt forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar að því hefði verið sagt upp. Carlos Tevez fagnar marki í leik með Manchester United.Nordic Photos / Getty ImagesGerðu báðum til hæfis Spurður hvort að Duxbury hefði sagt sér að samkomulagið við West Ham væri enn í gildi sagði Shear fyrir rétti að það svo væri - í grófum dráttum. „West Ham vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja að Tevez spilaði með West Ham í síðustu leikjum tímabilsins. Þó svo að West Ham hafði engan annan kost í stöðunni en að fara að tilmælum ensku úrvalsdeildarinnar vildi félagið gera allt mögulegt til að halda rétthöfunum góðum," mun Shear hafa sagt fyrir dómnum. Þetta sagði Griffiths lávarður í úrskurði sínum: „Ef enska úrvalsdeildin hefði vitað hvað hr. Duxbury hefði sagt lögfræðingi hr. Joorabchian eftir ákvörðun deildarinar erum við þess fullvissir að enska úrvalsdeildin hefði úrskurðað skráningu Tevez sem leikmann West Ham ógilda."Nýja rannsóknin Eftir að niðurstaða gerðardómsins varð ljós ákváðu forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og enska knattspyrnusambandsins að sameina krafta sína í nýrri rannsókn á Tevez-málinu og er sú rannsókn nú í gangi. En sem fyrr segir, forráðamenn West Ham eru þess fullvissir að skjölin sem eru birt í News of the World muni sanna sakleysi félagsins.Fagnar rannsókninni Eftirfarandi er haft er eftir Scott Duxbury í fréttinni í dag. „Lögfræðingar Tevez telja að samkomulagið hafi enn verið í gildi þrátt fyrir uppsögnina en við mótmælum að það sé lagaleg afstaða þeirra." „Ég leit á það sem mitt hlutverk að ganga úr skugga um að Tevez myndi spila áfram og hjálpa til í fallbaráttu félagsins, jafnvel þó það væri ljóst að Tevez væri óánægður með að samkomulaginu yrði sagt upp. Ég gerði lögfræðingum Tevez það fyllilega ljóst að ef Carlos myndi vera áfram og hjálpa okkur til loka tímabilsins myndi ég ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vildi fara til annars félags." „Við höldum því fram að þetta hafi ekki verið samkomulag eins og áður ríkti. Þetta er bara hluti af því að reka knattspyrnufélag og gera allt sem hægt er til að vernda hagsmuni West Ham. Því miður virðist Griffiths lávarður halda að eitthvert opinbert samkomulag hafi verið við lýði.Af hverju fóru Tevez og Mascherano til West Ham? West Ham var til sölu haustið 2006. Kia Joorabchian hafði lengi verið orðaður við félagið og er einfaldlega talið að hann hafi lánað West Ham leikmennina tvo sem hann átti - Tevez og Mascherano - til þess að liðka fyrir samningaviðræðum sínum við þáverandi eigendur West Ham. En svo keyptu þeir Björgólfur og Eggert félagið og fengu upp í hendurnar vonlaust mál sem hefur dregið einhvern stærsta dilk á eftir sér sem um getur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.Björgólfur Hvað næst? West Ham á yfir sér sekt vegna Sheffield United-málsins upp á 30 milljónir punda. Ensk knattspyrnuyfirvöld eru þar að auki búin að hefja nýja rannsókn á þessu máli. Björgólfur Guðmundsson, eigandi félagsins, er á barmi gjaldþrots. Eignarhaldsfélagið sem á West Ham er í greiðslustöðvun en enn hafa engar fregnir borist af mögulegri sölu West Ham. Framíð félagsins er í miklu limbói og ekki sér enn fyrir endann á Tevez-málinu.
Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira