JóJó bjargar heimilislausum í New York Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2009 08:30 JóJó ætlar með upplög nýjustu plötu sinnar í súpueldhús í New York þar sem heimilislausir geta gripið nokkra diska og selt sér til viðurværis. „Það eru 99 prósent líkur á að af verði. Kók [Vífilfell] vill gera þetta með mér,“ segir JóJó, hinn hjartahlýi trúbador götunnar, sem nú beinir sjónum að bágstöddum og heimilislausum New York-búum. Hugmynd JóJó er skemmtileg. Hann hyggst gefa hinum ýmsu súpueldhúsum í heimsborginni upplög af nýjasta diski sínum, þeim sem hann gaf nýverið út til styrktar málefnum Hjartaverndar. Þá gætu heimilislausir sem koma við í eldhúsunum gripið með sér nokkur eintök disksins og selt á götum úti sér til viðurværis. Sjálfur er JóJó hinn hógværasti og segir þetta gamla hugmynd sem hann kynntist til dæmis úti í Danmörku en þar gátu heimilislausir tekið blöð og selt til að eiga skotsilfur. „Ég fer þetta eins og skjaldbakan. Sem vann hérann. Verkefnið heitir ‚Greetings from Street JoJo in Iceland‘. Götugæi að bjarga heiminum,“ hlær trúbadorinn og ætlar þá í fleiri borgir og til Kanada með plötuna. Hann ætlar að vanda til verksins því þetta gæti orðið til kynningar á íslenskri tónlist. Verkefnið verður svo tengt því sem kynnt verður sem ‚Street JoJo and the Waterrevolution‘. JóJó vinnur nú að því að vinna plötu sína á ensku en miklir snillingar komu að gerð hennar: Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sálin og fleiri auk þess sem hann var með landslið söngvara til að syngja með sér á plötuna: Egil Ólafs, Valgeir Guðjóns, Pálma Gunnars, Pál Rósenkranz, Daníel Ágúst og Krumma svo fáir séu nefndir. Undirleikurinn er klár sem og textar á ensku. En einhver laganna verða á íslensku. „Ég vil ekki að þetta sé eins og ég skammist mín fyrir tungumálið,“ segir JóJó fjallbrattur. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira
„Það eru 99 prósent líkur á að af verði. Kók [Vífilfell] vill gera þetta með mér,“ segir JóJó, hinn hjartahlýi trúbador götunnar, sem nú beinir sjónum að bágstöddum og heimilislausum New York-búum. Hugmynd JóJó er skemmtileg. Hann hyggst gefa hinum ýmsu súpueldhúsum í heimsborginni upplög af nýjasta diski sínum, þeim sem hann gaf nýverið út til styrktar málefnum Hjartaverndar. Þá gætu heimilislausir sem koma við í eldhúsunum gripið með sér nokkur eintök disksins og selt á götum úti sér til viðurværis. Sjálfur er JóJó hinn hógværasti og segir þetta gamla hugmynd sem hann kynntist til dæmis úti í Danmörku en þar gátu heimilislausir tekið blöð og selt til að eiga skotsilfur. „Ég fer þetta eins og skjaldbakan. Sem vann hérann. Verkefnið heitir ‚Greetings from Street JoJo in Iceland‘. Götugæi að bjarga heiminum,“ hlær trúbadorinn og ætlar þá í fleiri borgir og til Kanada með plötuna. Hann ætlar að vanda til verksins því þetta gæti orðið til kynningar á íslenskri tónlist. Verkefnið verður svo tengt því sem kynnt verður sem ‚Street JoJo and the Waterrevolution‘. JóJó vinnur nú að því að vinna plötu sína á ensku en miklir snillingar komu að gerð hennar: Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Sálin og fleiri auk þess sem hann var með landslið söngvara til að syngja með sér á plötuna: Egil Ólafs, Valgeir Guðjóns, Pálma Gunnars, Pál Rósenkranz, Daníel Ágúst og Krumma svo fáir séu nefndir. Undirleikurinn er klár sem og textar á ensku. En einhver laganna verða á íslensku. „Ég vil ekki að þetta sé eins og ég skammist mín fyrir tungumálið,“ segir JóJó fjallbrattur.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Fleiri fréttir Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Sjá meira