Enski boltinn

Adams segir að Hermann fari ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson fagnar marki í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson fagnar marki í leik með Portsmouth. Nordic Photos / AFP

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir að Hermann Hreiðarsson verði áfram hjá félaginu út leiktíðina.

Hermann hefur sagt að hann vilji fara frá Portsmouth þar sem hann hefur lítið fengið að spila á tímabilinu. Til stóð að hann færi til Reading nú í byrjun vikunnar en ekkert varð úr því þar sem að Adams vildi halda honum hjá félaginu.

Jermain Defoe og Lassana Diarra voru seldir frá Portsmouth í mánuðinum og fullyrðir Adams að fleiri leikmenn verði ekki seldir.

„Ég hef ekki nein tilboð í aðra leikmenn," sagði Adams. „Fleiri munu ekki fara annað."

Hermann kom inn á sem varamaður í lok leiks Portsmouoth gegn Bristol City í gærkvöldi.

„Ég þarf á Hermanni að halda. Hann þarf að berjast í þessu með okkur hinum og er því ekki að fara neitt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×