Innlent

Úrslitin á Íslandsmeistaramótinu í póker ráðast í kvöld

Úrslit liggja ekki fyrir á Íslandsmeistaramótinu í póker sem nú fer fram í fyrsta skipti. Um 190 manns hófu leika í gær en þegar mótið hófst að nýju í dag voru um 30 spilarar eftir.

Ekki er vitað hvenær mótinu lýkur en búist er við að úrslit verði ljós fyrir miðnætti. Í fyrstu verðlaun er ein og hálf milljón króna en verðlaunapotturinn nemur alls sex milljónum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×