Enski boltinn

Manchester City með 10 milljóna punda boð í Wayne Bridge

Wayne Bridge
Wayne Bridge

Nú er hinn svokallaði janúargluggi loksins að opna og margir bíða spenntir eftir því að sjá hvaða leikmenn komi til með að skipta um lið. Strax í morgun var farið að segja frá tilboðum Manchester City sem nú er komið í hendurnar á auðjöfrum. Breskir miðlar segja frá því að félagið sé nú þegar búið að bjóða 10 milljónir punda í Wayne Bridge leikmann Chelsea.

Manchester City rennir einnig hýru auga til Roque Santa Cruz leikmanns Blackburn Rovers. Mark Hughes stjóri City er sagður heitur fyrir því að fá Bridge til þess að leysa stöðu vinstri bakvarðar sem hefur verið leiðindastaða hjá Manchesterliðinu það sem af er tímabili.

Til þess að næla í Santa Cruz er Hughes sagður þurfa að punga út 17 milljónum punda.

Breskir miðlar eru einnig að velta því fyrir sér hvað Manchester United ætli að gera við Carlos Tevez. Þeir þurfa að punga út 32 milljónum punda til þess að eignast leikmanninn sem áður lék með Corinthias og West Ham.

Risarnir Real Madrid á Spáni og Inter Milan á Ítalíu eru sagðir bíða með budduna opna ef Alex Ferguson hættir við að semja við Argentínumanninn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×