Erlent

Tólf manns liggja í valnum í Fort Hood - morðinginn á lífi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nidal Malik Hasan.
Nidal Malik Hasan.

Tólf manns liggja í valnum og yfir 30 eru særðir eftir að hermaður gekk berserksgang í Fort Hood-herstöðinni í Texas í gær. Maðurinn, Nidal Malik Hasan, er majór að tign og starfar sem geðlæknir í herstöðinni. Hann gekk inn á svæði þar sem hópur hermanna, sem var á leið til Afganistan, sætti læknisskoðun og hóf skothríð. Hann var sjálfur skotinn niður skömmu síðar.

Í fyrstu var talið að Hasan hefði látist af sárum sínum en hann er á lífi og báru læknar á sjúkrahúsinu við ruglingi. Hasan hefur litlar skýringar gefið á athæfi sínu en heimildir herma að hann hafi ekki viljað fara til Írak en til stóð að senda hann þangað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×