Fúsk og furðuleg umhverfisstefna 21. nóvember 2009 06:00 Vilhjálmur Egilsson Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu. Mest segir hann bera í milli í fyrirætlunum stjórnvalda og skoðun samtakanna þegar kemur að stöðu sjávarútvegsins. „Við getum ekki sætt okkur við að sjávarútvegurinn taki á sig ríflega 3,5 milljarða í hækkun á tryggingagjaldi, veiði- og kolefnisgjaldi, en honum svo ekki gefinn starfsfriður.“ Hann bendir á að í frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða, sé áætlað að veiða skötusel áttatíu prósent umfram ráðgjöf. „Hvaða umhverfisstefna er það að vilja ekki nýta þær auðlindir sem er nóg af en ganga á þær sem eru takmarkaðar?“ segir hann og vísar til tregðu í virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. „Það er ekki hægt að bjóða upp á svona lagað. Þetta er svo ótrúlegt fúsk,“ segir hann. Engu að síður fagnar Vilhjálmur því að ríkisstjórnin hafi horfið frá áformum um sextán milljarða nýja varanlega orku-, kolefnis- og umhverfisskatta. „Heildartekjur af þeim eiga nú að nema 4,4 milljörðum á ári í þrjú ár, þegar þessir skattar falla niður,“ segir hann og kveður mikilvægt að í stað þeirra muni að þeim tíma liðnum koma skattlagning sem verði í samræmi við alþjóðasamninga og þróun á alþjóðlegum vettvangi. „Við reiknum með að út úr loftslagssamningunum og þeim þáttum komi skattaumhverfi sem okkar fyrirtæki geti gengið inn í, en þeim sé ekki mismunað í samanburði við erlenda keppinauta.“ Til viðbótar við þá umhverfisskatta sem stóriðjan á að greiða næstu þrjú ár bætist fyrirframgreiðsla tekjuskatts, 1,2 milljarðar króna á ári í þessi þrjú ár. Þær greiðslur segir Vilhjálmur að skiptist hlutfallslega á orkufyrirtækin, í sömu hlutföllum og gjaldið sem lagt var á kílóvattstundina. Stærstan hlut greiði Alcoa, þar á eftir komi svo Norðurál með litlu minni hlut, þá Ísal og svo Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vilhjálmur telur að með þessum breytingum megi tryggja að áform um fjárfestingar í stóriðju og virkjunum geti gengið eftir. „Þar erum við að tala um að Helguvík geti haldið áfram af fullum krafti og líka framleiðsluaukningin í Straumsvík. Þessar framkvæmdir eru algjör lykilforsenda þess að hér verði hagvöxtur á næsta ári, en ekki kreppan, taka tvö,“ segir Vilhjálmur. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira