Innlent

Árni Helgason formaður Heimdallar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Helgason er nýr formaður Heimdallar.
Árni Helgason er nýr formaður Heimdallar.

Árni Helgason lögfræðingur var í kvöld kjörinn formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á fjölmennum aðalfundi félagsins sem fram fór í Valhöll í kvöld. Ellefu manna hópur sem bauð sig fram með Árna til stjórnar Heimdallar náði einnig kjöri. Árni lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Fráfarandi formaður Heimdallar er Fanney Birna Jónsdóttir.

Árni hlaut 554 atkvæði fundarmanna en Davíð Þorláksson mótframbjóðandi hans hlaut 377 atkvæði. Það voru því hátt í þúsund manns sem tóku þátt í kjörinu, sem verður að teljast ansi gott. 

Í stjórnmálaályktun fundarins er því hafnað að kenna megi hugsjóninni um frelsi einstaklingsins og frjálsan markaðsbúskap um bankahrunið og kreppuna. Efnahagshamfarirnar, sem nú skeki heimsbyggðina, megi hinsvegar rekja til  afskipta hins opinbera af  frjáslum markaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×