Íslenski boltinn

Gunnlaugur Jónsson hættir að spila í haust

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Arnþór
Mynd/Arnþór

Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildar, ætlar sjálfur að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann mun einbeita sér að þjálfun liðsins eftir það.

Gunnlaugur meiddist snemma sumars og hefur aðallega verið til taks á bekknum á þessu tímabili. Hann hefur leikið fimm leiki í 1. deildinni í sumar.

Gunnlaugur á farsælan feril að baki og lék með ÍA og KR í efstu deild hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×