Enski boltinn

Boro fær miðvallarleikmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ben Watson í leik með Crystal Palace.
Ben Watson í leik með Crystal Palace. Nordic Photos / Getty Images
Middlesbrough er á góðri leið með að tryggja sér þjónustu miðvallarleikmannsins Ben Watson sem er á mála hjá Crystal Palace.

Watson hefur hingað til neitað að skrifa undir nýjan samning við Palace og því var ákveðið að selja hann til Middlsesbrough fyrir tvær milljónir punda.

Watson á þó enn eftir að semja sjálfur um kaup og kjör við Boro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×