Umfjöllun: ÍBV á ekki heima í efstu deild Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 15:50 Halldór Arnar Hilmisson, leikmaður Fylkis. Mynd/Stefán Miðað við frammistöðuna í kvöld þá á ÍBV nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild karla. Fylkir sýndi að sama skapi að það er engin tilviljun að liðið er í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur á Fylkisvelli í kvöld er einhver ójafnasta viðureign sem undirritaður hefur séð lengi. Fylkismenn grimmir, hraðir, beittir og duglegir á meðan leikmenn ÍBV hlupu um völlinn eins og hauslausar hænur og vissi vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Fyrsta markið kom á 3. mínútu eftir klaufaskap. Næsta mark eftir laglega skyndisókn þar sem varnarmenn ÍBV voru út á túni. Þeir voru einnig meðvitundarlausir í þriðja markinu er Andrés komst inn fyrir bakvörðinn og lagði boltann í teiginn þar sem annar slakur varnarmaður missti af Alberti. Tek ekkert af Fylkismönnum sem spiluðu glimrandi bolta og hefðu í raun átt að leiða með fimm eða sex mörkum í hálfleik. Eyjamenn voru ekki með í leiknum. Börðust ekki, tækluðu ekki, voru illa skipulagðir, gáfu slakar sendingar og voru í engum takti. Liðið réð engan veginn við að spila 4-4-2. Það var álíka mikið bil á milli varnar og miðju og á milli Bakka og Eyja. Miðjumennirnir týndir og sóknarmennirnir hefðu allt eins getað verið í Færeyjum. Það var á köflum aðdáunarvert að fylgjast með Fylkisliðinu. Leikmenn að nota fáar snertingar á bolta, allir leikmenn hreyfanlegir og til í að hjálpa og sóknirnar vel útfærðar. Hefði maður gjarna viljað sjá meira af slíku í síðari hálfleik en þeim fyrirgefst að slaka á þegar leikurinn var í raun unninn. Fylkir-ÍBV 3-0 1-0 Halldór Arnar Hilmisson (3.) 2-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (21.) 3-0 Albert Brynjar Ingason (33.) Áhorfendur: 936Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6. Skot (á mark): 24-13 (9-2)Varin skot: Fjalar 1 – Albert 5Horn: 10-4Aukaspyrnur fengnar: 9-13Rangstöður: 10-1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Ólafur Ingi Stígsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Valur Fannar Gíslason 7 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 7 (59., Theodór Óskarsson 4) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74., Kjartan Andri Baldvinsson -)Kjartan Ágúst Breiðdal 8 – Maður leiksinsAlbert Brynjar Ingason 7 (64., Jóhann Þórhallsson 5) ÍBV (4-4-2)Albert Sævarsson 4 Pétur Runólfsson 2 (68., Elías Ingi Árnason 4) Yngvi Magnús Borgþórsson 2 (44., Arnór Eyvar Ólafsson 4) Matt Garner 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson 4 Bjarni Rúnar Einarsson 4 (72., Ingi Rafn Ingibergsson -) Chris Clements 2 Andri Ólafsson 4 Tony Mawejje 2 Viðar Örn Kjartansson 3 Ajay Leitch-Smith 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - ÍBV. Einnig er hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Miðað við frammistöðuna í kvöld þá á ÍBV nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild karla. Fylkir sýndi að sama skapi að það er engin tilviljun að liðið er í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur á Fylkisvelli í kvöld er einhver ójafnasta viðureign sem undirritaður hefur séð lengi. Fylkismenn grimmir, hraðir, beittir og duglegir á meðan leikmenn ÍBV hlupu um völlinn eins og hauslausar hænur og vissi vart í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Fyrsta markið kom á 3. mínútu eftir klaufaskap. Næsta mark eftir laglega skyndisókn þar sem varnarmenn ÍBV voru út á túni. Þeir voru einnig meðvitundarlausir í þriðja markinu er Andrés komst inn fyrir bakvörðinn og lagði boltann í teiginn þar sem annar slakur varnarmaður missti af Alberti. Tek ekkert af Fylkismönnum sem spiluðu glimrandi bolta og hefðu í raun átt að leiða með fimm eða sex mörkum í hálfleik. Eyjamenn voru ekki með í leiknum. Börðust ekki, tækluðu ekki, voru illa skipulagðir, gáfu slakar sendingar og voru í engum takti. Liðið réð engan veginn við að spila 4-4-2. Það var álíka mikið bil á milli varnar og miðju og á milli Bakka og Eyja. Miðjumennirnir týndir og sóknarmennirnir hefðu allt eins getað verið í Færeyjum. Það var á köflum aðdáunarvert að fylgjast með Fylkisliðinu. Leikmenn að nota fáar snertingar á bolta, allir leikmenn hreyfanlegir og til í að hjálpa og sóknirnar vel útfærðar. Hefði maður gjarna viljað sjá meira af slíku í síðari hálfleik en þeim fyrirgefst að slaka á þegar leikurinn var í raun unninn. Fylkir-ÍBV 3-0 1-0 Halldór Arnar Hilmisson (3.) 2-0 Kjartan Ágúst Breiðdal (21.) 3-0 Albert Brynjar Ingason (33.) Áhorfendur: 936Dómari: Jóhannes Valgeirsson 6. Skot (á mark): 24-13 (9-2)Varin skot: Fjalar 1 – Albert 5Horn: 10-4Aukaspyrnur fengnar: 9-13Rangstöður: 10-1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 Ólafur Ingi Stígsson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Valur Fannar Gíslason 7 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Halldór Arnar Hilmisson 7 (59., Theodór Óskarsson 4) Ingimundur Níels Óskarsson 7 (74., Kjartan Andri Baldvinsson -)Kjartan Ágúst Breiðdal 8 – Maður leiksinsAlbert Brynjar Ingason 7 (64., Jóhann Þórhallsson 5) ÍBV (4-4-2)Albert Sævarsson 4 Pétur Runólfsson 2 (68., Elías Ingi Árnason 4) Yngvi Magnús Borgþórsson 2 (44., Arnór Eyvar Ólafsson 4) Matt Garner 3 Þórarinn Ingi Valdimarsson 4 Bjarni Rúnar Einarsson 4 (72., Ingi Rafn Ingibergsson -) Chris Clements 2 Andri Ólafsson 4 Tony Mawejje 2 Viðar Örn Kjartansson 3 Ajay Leitch-Smith 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - ÍBV. Einnig er hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira