Innlent

Dæmdur einu og hálfu ári eftir að hann hætti

Sigurjón M. Egilsson.
Sigurjón M. Egilsson.

Fyrrum ritstjóri DV, Sigurjón M. Egilsson, hefur verið dæmdur af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fyrir grein sem var rituð í DV í júní síðastliðnum. Það athyglisverða við úrskurð siðanefndarinnar er helst það að Sigurjón hafði ekki starfað sem ritstjóri fjölmiðilsins í eitt og hálft ár þegar umfjöllunin birtist.

Á heimsíðu sinni mótmælir Sigurjón úrskurði siðanefndar harðlega.

„Siðanefnd Blaðamannafélagsins er skipuð fólki sem ekki veit hverjir eru ritstjórar þeirra fáu blaða sem eru gefin út á Íslandi. Það er alvarlegt," skrifar Sigurjón á heimasíðu sína og bætir við í lok færslunnar að hann geri ráð fyrir að siðanefndin segi af sér.

Málið sem um ræðir var birt í helgarblaði DV þann 12 júní síðastliðinn. Ritstjórar blaðsins voru þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson. Þeir eru enn ritstjórar DV.

Málið sem um ræðir var vegna viðtals við Ingvar Jóel Ingvarsson en fyrirsögnin var: Fjögur viðhöld og eiginmaður.

Blaðamaður DV, Baldur Guðmundsson skrifaði greinina. Hann ásamt Sigurjóni og Reyni voru úrskurðaðir sekir um alvarlegt brot á þriðju reglu siðareglna Blaðamannafélags Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×