Enski boltinn

Taylor reif kjaft í göngunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Newcastle í gær.
Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Newcastle í gær. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Steven Taylor hafi lent upp á kant við annað hvort Cristiano Ronaldo eða Wayne Rooney í hálfleik í leik Newcastle og Manchester United í gær.

Svo virtist sem að Taylor hafi slegið til Ronaldo undir lok hálfleiksins. Hann fékk að líta gula spjaldið hjá Steve Bennett og dramatíkin hélt svo áfram í göngunum er leikmenn gengu til búningsklefa.

The Sun segir að Cristiano Ronaldo hafi sakað Taylor um að spila ljótan fótbolta. Taylor mun hafa sagt á móti að sjálfur væri Ronaldo ljótur.

Daily Express segir hins vegar að þarna hafi Wayne Rooney átt í hlut en ekki Ronaldo.

„Þú hefur alltaf verið ömurlegur leikmaður," mun Rooney hafa sagt.

„Það gæti vel verið en ég alla vega ekki ljótur eins og þú. Þú verður alltaf ljótur."

Sama hvor átti í hlut er ljóst að enska knattspyrnusambandið mun taka atvikið til skoðunar þar sem Bennett minntist á það í skýrslu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×