Enski boltinn

Blackburn fær franskan bakvörð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gael Givet er á mála hjá Marseille í Frakklandi.
Gael Givet er á mála hjá Marseille í Frakklandi. Nordic Photos / AFP

Blackburn hefur samið við franska bakvörðinn Gael Givet frá Marseille og fær hann að láni til loka tímabilsins.

Blackburn á svo möguleikann á því í lok tímabilsins að kaupa hann frá Marseille. Givet, sem er 27 ára gamall, hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Marselle á tímabilinu.

Hann kom til Marseille frá Monaco árið 2007 og á að baki þrettán leiki með franska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×