Innlent

Varar við rafvirkjum á barnalandi

Gætið ykkar á rafvirkjunum.
Gætið ykkar á rafvirkjunum.

Framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnurekanda í raf- og tölvuiðnaði, Ásbjörn R. Jóhannsson, varar við réttindalausum rafvirkjum sem auglýsa þjónustu sína á vefsvæðinu Barnaland.is, en grein um þetta mál ritar hann í Morgunblaðið í dag.

Ásbjörn skrifar í grein sína: „Vert er að benda fólki á að athuga vel sinn gang áður en teknar eru ákvarðanir um að eiga viðskipti við „rafvirkja" sem auglýsa á barnalandi Morgunblaðsins, mbl.is."

Ástæðan að sögn Ásbjörns er sú að oft eru réttindarlausir rafvirkjar að bjóða fram þjónustu sína sem getur orðið varhugaverð. Hann segir einnig að eitthvað sé um að rafvirkjanemar bjóði þjónustu sína á vefnum, nótulausa, eins og Ásbjörn orðar það. Hann segir nótulaus viðskipti við ábyrgðarlausa menn ekki áhættunnar virði, fari eitthvað úrskeiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×