Íslenski boltinn

Óskar Pétursson: Héldum að við myndum rústa þeim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óskar Pétursson.
Óskar Pétursson. Mynd/Vilhelm

Hinn tvítugi markvörður Grindavíkur, Óskar Pétursson, átti flottan leik í kvöld þó svo hann hefði hugsanlega átt að gera betur í fyrra marki KR.

„Eina sem við lögðum upp með í þessum leik var að berjast og hlaupa. Við gerðum það en við ætluðum reyndar líka að halda hreinu en það gekk ekki eftir, því miður," sagði Óskar en hann segir Grindvíkinga hafa verið ákveðna fyrir leikinn.

„Þetta er svo sárt því við vorum allir á því að við værum að fara að rústa þeim. Því var þetta mjög leiðinlegt," sagði Óskar sem er þjálfaður af Þorsteini Gunnarssyni, fyrrum íþróttafréttamanni og formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Hann er snillingur. Hann kann þetta og er einn af gamla skólanum. Steini hefur mikinn áhuga á þessu og er öðruvísi en þeir sem ég hef haft áður. Ég á auðveldara með samskipti við hann og það er gott samband á milli okkar. Við spjöllum mikið. Minni vinna en meira spjall en þetta gengur vel," sagði Óskar og hló dátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×