Erlent

Konum ekki mismunað vegna fordóma

Óli Tynes skrifar
Barátta kynjanna er ekki vegna fordóma.
Barátta kynjanna er ekki vegna fordóma.
Konum er ekki mismunað í leiðtogastöður vegna fordóma samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt er í tímaritinu Harward Business Review. Það voru tvær konur sem framkvæmdu rannsóknina, prófessor Herminia Ibarra og Otilia Obodaru verðandi doktor í heimspeki.

Við rannsókn sína gengu þær í upphafi út frá því að konur yrðu síður yfirmenn þar sem talið var að þær væru ekki jafn góðar og karlmenn.

Þeim til nokkurrar furðu kom hið gagnstæða í ljós.

-Við urðum undrandi þegar rannsóknin leiddi í ljós að konur töldust vera betri en karlmenn í flestum þáttum leiðtogahæfileika sem við spurðum um, segja þær stöllur í grein sinni í Harward Business Review.

Á einu mikilvægu sviði töldust þó karlmenn hafa vinninginn: framsýni. Þeir þóttu greina betur möguleika og strauma og vera betri í að þróa nýja herfræði fyrir fyrirtækið.

Ibarra og Obodaru telja hugsanlegt að skýringin sé sú að konur sækist ekki sérstaklega eftir því að fá á sig orð fyrir að vera framsýnir leiðtogar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×