Innlent

Þingmaður og Hannes Hólmsteinn á meðal mótmælenda

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, lengst til vinstri.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, lengst til vinstri. Mynd/Baldur

Mikil hávaðamótmæli hafa staðið á Austurvelli í hádeginu. Þeim er ætlað að hvetja þingmenn til að fella Icesave samkomulagið. Í útsendingu frá þinghaldi heyrist greinilega í mótmælendum fyrir utan.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, brá sér út á meðal mótmælenda meðan samþingmenn hennar ræddu Icesave málið í þingsal. Þá hefur einnig sést til Hannesar Hólmsteins, stjórnmálafræðiprófessors, við mótmælin.

Um þrjú til fjögurhundruð manns voru við mótmælin þegar mest var samkvæmt varfærnu mati lögreglu, en að sögn fréttamanns á staðnum er nokkuð tekið að fækka í hópnum.




Tengdar fréttir

Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun

„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir," segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari.

Reyndu að brjótast inn í þinghúsið

Hópur fólks klauf sig út úr hópi mótmælenda sem nú mótmæla fyrir utan Alþingishúsið og reyndi að brjóta sér leið inn í þinghúsið. Tveir lögreglumenn sem stóðu fyrir utan vörnuðu fólkinu inngöngu. Ekki kom til neinna átaka en bumbusláttur og flaut glumdi inni í þinghúsinu þegar fólkið reyndi að troða sér inn í anddyrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×