Erlent

Skemmdir á heimili bankamanns

Fred Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland.
Fred Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóri Royal Bank of Scotland.
Skemmdarvargar unnu í morgun skemmdir á heimili og bifreið Freds Goodwin, fyrrverandi framkvæmdastjóra Royal Bank of Scotland. Bankinn er nú í gjörgæslu hjá breska ríkinu en tap á rekstri hans í fyrra var rúmlega tuttugu og fjórir milljarðar punda sem er met í breskri viðskiptasögu.

Goodwin lét af störfum og hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki orðið við óskum um að afsla sér árlegum lífeyrisgreiðslum upp á sjö hundruð þúsund pund sem jafngildir nærri hundrað og tuttugu milljónum króna. Rúður á heimili Goodwins í Edinborg voru brottnar í nótt og skemmdir unnar á Mercedes bifreið hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×