Erlent

Barak og Netanyahu ætla að mynda stjórn

Ehud Barak og  Benjamin Netanyahu ætla að mynda stjórn.
Ehud Barak og Benjamin Netanyahu ætla að mynda stjórn. MYND/AP

Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í Ísrael, hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins, um myndun meirihlutastjórnar. Verði stjórnarþátttakan samþykkt í helstu stofnunum flokkanna hefur ný samsteypustjórn stuðning 66 þingmanna af 120 á Knesset, ísraelska þinginu. Netanyahu hefur frest til 3. apríl til að mynda nýja ríkisstjórn en þingkosningarnar fóru fram um miðjan febrúar.

Áður var talið líklegt að Netanyahu myndi mynda ríkisstjórn með Shas-flokknum, flokki strangtrúaðra gyðinga, og Yisrael Beitenu, flokki hægri þjóðernisinnans Avigdor Liebermans.

Netanyahu og Barak hafa báðir gegnt embætti forsætisráðherra en Barak er varnarmálaráðherra í fráfarandi stjórn Ehuds Olmert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×