Innlent

Ráðherrar ræddu um makrílveiðar Íslendinga

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Helgu Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, ræddu saman í síma í dag um yfirlýsingar hennar í norskum fjölmiðlum um markílveiðar Íslendinga. Hún hefur hvatt til þess að íslenskt mjöl sem unnið er úr makríl verði ekki notað sem fóður í laxeldi í Noregi.

Símtalið var vinsamlegt og skipst var á sjónarmiðum en ljóst að skoðanaágreiningur er á milli þjóðanna, að fram kemur á vef ráðuneytisins.

„Tilkynnti norski ráðherrann að sent yrði bréf á næstu dögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins þar sem sjónarmið Noregs yrðu kynnt. Því bréfi mun verða svarað af Íslands hálfu og í kjölfar þess munu næstu skref verða ákveðin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×