Erlent

Dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gaskútur. Mjög varasamt getur verið að nota gas í litlum eða lokuðum rýmum án nauðsynlegs viðvörunarbúnaðar.
Gaskútur. Mjög varasamt getur verið að nota gas í litlum eða lokuðum rýmum án nauðsynlegs viðvörunarbúnaðar.
Tveir unglingar í Wales dóu úr kolsýringseitrun í garðhúsi við heimili annars þeirra um síðustu helgi en þar höfðu þeir lagst til svefns til þess að þurfa ekki að fara inn á heimilið og vekja þar með fjölskylduna. Þeir höfðu verið úti að skemmta sér um nóttina. Drengirnir fundust á sunnudagskvöldið og hafði þeirra þá verið saknað í sólarhring. Sýnt þykir að þeir hafi kveikt á gashitunartæki í garðhúsinu áður en þeir lögðust til svefns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×