Amfetamínsmyglari fékk þrjú og hálft ár 27. nóvember 2009 02:00 Litla-Hraun Gunnar Viðar Árnason hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því í maí. Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Gunnar Viðar Árnason hefur verið dæmdur til að sæta þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi á 6,1 kílói af amfetamíni 21. apríl. Efnið kom frá Hollandi með hraðsendingarfyrirtækinu UPS á Keflavíkurflugvelli og tók lögregla amfetamínið samdægurs. Það var í áldósum sem ætlaðar voru undir viðarolíu. Gunnar Viðar lagði á ráðin um innflutninginn og var í samráði við aðila í Hollandi um tilhögun sendingar fíkniefnanna hingað til lands. Maður að nafni Roelof Knopper kom pakkanum í sendingu hjá UPS. Daginn áður en sendingin var tekin bárust upplýsingar til lögregluyfirvalda hér að von væri á pakka með fíkniefnum til landsins. Jafnframt að hollenskur karlmaður hefði verið í sambandi við símanúmer hér á landi sem var óskráð. Þar hefði verið rætt um skipulag sendingarinnar. Var talið að notandi íslenska númersins væri Gunnar Viðar, en hann var í sambandi við símanúmer í eigu Hollendings að nafni Johns Dieliessen og fleiri. Til að sanna notkun Gunnars Viðars á símanúmerinu var meðal annars aflað raddgreiningar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þá var unnin staðsetningargreining hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sýndi að óskráði síminn var alltaf í notkun mjög nærri öðrum síma sem Gunnar Viðar kannaðist við að nota. Líkurnar á að það væri tilviljun væru 0,05 prósent. Sjálfur sagðist hann fyrir dómi ekki vilja fullyrða að hann notaði óskráða símann nema þá til að „bulla í kellingum“. Varðandi milljónaupphæðir, nefndar í símtölum, kvaðst Gunnar Viðar hafa lent í illdeilum út af fasteignaviðskiptum og sér hefði verið hótað með „Munda morðingja“. Í maí sáu lögreglumenn Gunnar Viðar hitta þrjá menn, alla útlendinga, í Smáralind, þar sem hann afhenti þeim þykkt umslag. Þeir eru grunaðir um þátt í stórfelldum fíkniefnabrotum. Skömmu síðar var Gunnar Viðar handtekinn. Heima hjá honum fannst marijúana og 1,2 milljónir króna í peningum. Á vinnustað hans voru haldlagðar tæpar 700 þúsund krónur. Því var haldið á lofti að símtöl milli Hollands og Íslands sem lutu að sendingunni og lögregluyfirvöld hleruðu snerust um að útvega til Hollands bíla á góðu verði til að selja með ágóða ytra. Hvað varðar skýringar Gunnars Viðars á símtölum og fleiru segir dómurinn þær „fánýtan fyrirslátt og að engu hafandi“. Allt sé á sömu bókina lært og svör hans og skýringar „út í hött“. Hann eigi sér engar málsbætur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent