Erlent

Fjör í dönsku brúðkaupi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hjónaband danskra brúðhjóna hófst heldur betur með látum núna um helgina þegar brúðguminn lenti í slagsmálum við sína eigin fjölskyldu í veislunni. Lögregla var kölluð til klukkan tæplega tíu á laugardagskvöldið og höfðu veislugestir þá gengið á milli í heiftarlegum átökum milli brúðgumans og föður hans. Sá fyrrnefndi reyndist vera töluvert hífaður enda fékk hann að eyða brúðkaupsnóttinni í fangaklefa og er óhætt að fullyrða að hann hafi ætlað sér að verja henni öðruvísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×