Enski boltinn

Drogba dreymdi um að spila með Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba í leik með Chelsea.
Didier Drogba í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba hefur greint frá því að hann dreymdi um að spila með AC Milan þegar hann var yngri og áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

Þetta segir hann í viðtali við La Gazzetta dello Sport í dag. „Mér líkar mjög vel við Mílanóborg," sagði Drogba. „Ég á þar marga vini og þetta er einn af þeim stöðum þar sem ég get slakað á, rétt eins og í Madríd, París og Marseille."

„Allir dreyma um að spila með stóru liðunum og þegar ég var barn í Frakklandi elskaði ég Milan."

„En draumar og veruleikinn eiga ekki alltaf samleið. Ég hefði notið mín í ítölsku úrvalsdeildinni en sannleikurinn er sá að ég er virkilega hamingjusamur hjá Chelsea."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×