Enski boltinn

Guðjón ætlar að vera lengi hjá Crewe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson, stjóri enska liðsins Crewe.
Guðjón Þórðarson, stjóri enska liðsins Crewe. Mynd/GettyImages

Guðjón Þórðarson ætlar að vera lengi hjá Crewe ef marka má frétt á The Sentinel í dag. Crewe vann mikilvægan 2-1 sigur á Hereford í botnbaráttuslag í ensku C-deildinni um helgina. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðjóns komnir tveimur stigum frá fallsæti.

"Samingurinn sem talað um var til langs tíma og það hefur ekkert breyst. Ég hef engar áhyggjur af samningamálum mínum," sagð Guðjón við enska blaðið en hann á eftir að ganga frá sínum framtíðarmálum með stjórnarformanni Crewe, John Bowler.

"Við munum bara halda áfram að vinna í þessu en eins og allir vita þá getur allt gerst í fótbolta. Við erum að skoða þetta og ég ræddi lengi við stjórnarformanninn á föstudaginn," sagði Guðjón og bætti við. "Það er alveg ljóst að ég vil vera áfram," sagði Guðjón.

Í fréttinni er einnig talað um að Guðjón sé farinn að hugsa um tímabilið 2009-10 og að hann sé þegar farinn að skipuleggja leikmannahópinn á næsta tímabili.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×