Enski boltinn

Arsene Wenger gerði Arshavin að fyrirliða gegn Portsmouth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin fagnar marki Carlos Vela í leiknum.
Andrey Arshavin fagnar marki Carlos Vela í leiknum. Mynd/AFP

Það kom mörgum á óvart að sjá að Rússinn Andrey Arshavin bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri Arsenal á Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Arshavin hefur aðeins verið hjá Arsenal í nokkra mánuði en liðið keypti hann frá Zenit St Petersburg í lok janúar. Arsenal-liðið var án margra lykilmanna margra hverra sem hafa borið fyrirliðabandið á þessu tímabili.

„Ég er hrifinn af því að skipta leiðtogahlutverkunum á milli manna og hann var reyndasti leikmaðurinn í mjög ungu liði," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir leikinn.

„Hann hefur verið með frábært hugarfar síðan að hann kom. Hann hefur komið vel fram við alla og ég vildi verðlauna hann fyrir það," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×