Innlent

Sex karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

Mynd/GVA
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist þess í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að dómurinn úrskurðaði sex karlmenn til að sæta áframhaldandi gæsluvarðahaldi allt til miðvikudagsins 4. nóvember. Mennirnir, fimm Litháar og einn Íslendingur, hafa setið í gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi.

Dómari féllst á kröfu lögreglustjóra og úrskurðaði alla mennina í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna lögreglurannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus.

Lögregla vill á þessari stundu ekki veita frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar en telur að henni miði vel.


Tengdar fréttir

Líklega farið fram á áframhaldandi varðhald

Lögreglan á Suðurnesjum segir líklegt að farið verði fram á að flestir ef ekki allir grunaðir í mansalsmálinu svonefnda sitji áfram í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×