Innlent

ASÍ gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu og Steingríms

Mynd/Pjetur
Alþýðusambandið gagnrýnir yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ekki sé ásættanlegur grunnur fyrir áframhaldandi samstarfi.

„Efast er um vilja ríkisstjórnarinnar til þess að setjast að raunverulegum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um endurskoðun á áformum um nýja orku-, auðlinda- og umhverfisskatta - áformum sem sett hafa nýfjárfestingar í verulega óvissu á þessum viðsjárverðu tímum," segir í tilkynningu Alþýðusambandsins.

Þar segir að verulega skortir á að vilji ríkisstjórnarinnar komi fram í þeirri yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag og voru fulltrúar ASÍ sammála um að framlögð tillaga gangi ekki að óbreyttu. „Það er jafnframt mat ASÍ að við þessar aðstæður í efnahags- og atvinnulífi sé ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera miklar umbyltingar í skattamálum, m.a. vegna breyttra áherslna í umhverfis- og loftslagsmálum. Slíkar breytingar þurfa einfaldlega meiri undirbúning og aðlögun til þess að koma í veg fyrir óæskileg áhrif á nýjar ákvarðanir um fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu. Á þeirri forsendu lítur samninganefnd ASÍ ekki á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um framgang stöðugleikasáttmálans sem ásættanlegan grunn fyrir áframhaldandi samstarfi.Óskað hefur verið eftir viðræðum við stjórnvöld til þess að freista þess að jafna þessa deilu."


Tengdar fréttir

Stöðugleikasáttmálinn: Sögulegur áfangi í að auka tiltrú á framtíðina

Í yfirlýsingunni, sem gefin er út með hliðsjón af stöðugleikaviðræðum, og kemur frá forsætisráðuneytinu, segir að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×