Enski boltinn

Aron númer eitt hjá stuðningsmönnum Coventry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron hefur slegið í gegn í vetur.
Aron hefur slegið í gegn í vetur. Nordic Photos/Getty Images

Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson var í kvöld valinn leikmaður ársins hjá stuðningsmönnum Coventry City.

Aron Einar hefur algjörlega slegið í gegn hjá liðinu í vetur og stuðningsmenn liðsins hreinlega dýrka baráttujaxlinn að norðan.

Þeir eru ófáir stórleikirnir sem Aron hefur átt í búningi Coventry í vetur og koma tíðindin því ekkert sérstaklega á óvart.

Leikmenn Coventry völdu einnig leikmann ársins og varð Danny Fox fyrir valinu hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×