Enski boltinn

Ronaldo: Virkilega hamingjusamur hjá United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo fagnar hér með móður sinni, Dolores Aveiro.
Ronaldo fagnar hér með móður sinni, Dolores Aveiro. Nordic Photos/Getty Images

Cristiano Ronaldo fór mikinn í fagnaðarlátunum í dag. Hann lét líka hafa eftir sér í dag að hann væri virkilega hamingjusamur hjá félaginu en sögusagnir fóru af stað á nýjan leik þegar hann brást illa við er honum var skipt af velli á um daginn.

„Þetta er stórkostlegur dagur. Stemningin hérna á vellinum hreint út sagt ótrúleg. Stuðningsmennirnir öskrandi og syngjandi. Maður veit samt ekkert með framtíðina. En ég hef sagt áður og segi enn að ég er virkilega, virkilega hamingjusamur hérna," sagði þessi 24 ára snillingur með bros á vör.

„Þetta er frábær árangur hjá liðinu og ekki verra að vinna titilinn á heimavelli núna. Allir stuðningsmennirnir eru frábærir. Ég legg mig fram í hverjum leik. Við unnum deildina og núna ætlum við að vinna Meistaradeildina," sagði Ronaldo brattur.

Athygli vakti að fjölskyldumeðlimir hans og vinir tóku virkan þátt í fjörinu á vellinum og móðir hans og ættingjar báru hann á tímabili um völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×