Innlent

Konur fjórðungur viðmælenda í Silfrinu og í Vikulokunum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Egill Helgason, þáttastjórnandi Silfur Egils.
Egill Helgason, þáttastjórnandi Silfur Egils. Mynd/Stefán Karlsson
Í úttekt Kvenréttindafélags Íslands á því af hvaða kyni viðmælendur tveggja vinsælla umræðuþátta hjá Ríkissjónvarpinu- og útvarpinu hafa verið undanfarna tvo mánuði kemur í ljós að um það bil fjórðungur viðmælenda voru konur.

Um er að ræða þættina Silfur Egils í Sjónvarpinu og útvarpsþáttinn Vikulokin á Rás 1. Í ljós kom að konur eru þar í miklum minnihluta eða um 22 til 25% viðmælenda.

Kvenréttindafélag Íslands boðar til súpufundar á fimmtudaginn undir yfirskriftinni „Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári." Svanhildur Kaaber, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., og Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, flytja stutt erindi og taka þátt í umræðum.

Fundurinn fer fram á Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík og hefst klukkan 12. Fundurinn er öllum opinn og boðið verður upp á súpu, að fram kemur í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×