Erlent

Danskur rektor dæmdur fyrir vörslu barnakláms

Efnið fannst á tölvu mannsins þegar hún var í viðgerð.
Efnið fannst á tölvu mannsins þegar hún var í viðgerð.
Danskur dómstóll dæmdi í dag karlmann á sjötugsaldri, sem gegndi stöðu rektors í áratugi, í 30 daga fangelsisvist fyrir vörslu barnakláms. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa hlaðið niður 84 myndum með börnum. Þegar málið kom upp fyrir um það bil ári síðan tók maðurinn þá ákvörðun að fara á eftirlaun. Myndirnar fundust í tölvu mannsins þegar hann fór með tölvuna í viðgerð.

Einungis örfáir dagar eru síðan að kennari í menntaskóla var dæmdur fyrir vörslu barnakláms hér á landi en í tölvu mannsins fundust 80 ljósmyndir og 88 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×