Innlent

Segist alsaklaus af fjárdrætti

Lögreglumál Hálfsjötug kona sem grunuð um tugmilljóna fjárdrátt úr Kaupþingi segir að málið hljóti að vera á misskilningi byggt. Hún sé alsaklaus.

„Þetta mál er faktískt ekki til," segir Anna Heiðdal, sem grunuð er um að draga sér féð, sextíu til sjötíu milljónir að því er fram kom í fjölmiðlum í gær. Anna hætti störfum hjá Kaupþingi í sumar eftir að í ljós kom að hún hafði veitt fólki sér nákomnu lán. Hún fullyrðir að hvorki hún né nokkrir aðrir hafi hagnast á þeim lánveitingum. Önnur meint brot eru þó einnig til rannsóknar.

Anna segist fullviss um að rannsókn efnahagsbrotadeildar, sem hún segist ekki hafa vitað að stæði yfir fyrr en í fréttum um helgina, muni leiða sakleysi hennar í ljós. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×