Innlent

Struku af unglingaheimili

Tvær unglingsstúlkur, sem struku af unglingaheimili við Eyjafjörð í gær, gáfu sig fram í nótt og flutti lögreglan þær á heimilið aftur. Farið var að óttast um þær þar sem frost var á Akureyri í nótt og þær voru illa klæddar. Ekkert amaði þó að þeim þegar þær gáfu sig fram, önnur klukkan þrú og hin klukkan fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×