Íslenski boltinn

Rakel komin aftur af stað eftir höfuðhöggið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, leikur með danska liðinu Bröndby í vetur.
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/KA, leikur með danska liðinu Bröndby í vetur.

Rakel Hönnudóttir er komin aftur af stað eftir höfuðhöggið sem hún fékk í landsleiknum á móti Kína á miðvikudaginn og í dag lék hún æfingaleik með danska liðinu Bröndby.

Bröndby tapaði þá 2-3 fyrir sænska liðinu Stattena IF í æfingaleik í Svíþjóð og var Rakel í byrjunarliðinu.

Rakel átti stóran þátt í að Bröndby komst 2-1 yfir í leiknum þegar varnarmaður Stattena IF varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark eftir skot frá henni.

Rakel meiddist í lok fyrri hálfleiks í leiknum á móti Kína í Algarve-bikarnum þegar ein kínverska stelpan ruglaðist á höfði hennar og boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×