Innlent

Gulldepluveiðar hafnar suður af Eyjum

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Mörg fjölveiðiskip, þar af nokkur þeirra stærstu, eru nú komin á gulldepluveiðar suður af Vestmannaeyjum og er afli nokkuð góður.

Fjórtán skip hafa fengið leyfi til veiðanna, en þó aðeins tímabundið. Einn skipstjóranna sagði í viðtali við fréttastofuna að þessar veiðar væru mun hagkvæmari en kolmunnaveiðar, ef borið væri saman aflamagnið. þriðjungi minni olía færi í þessar veiðar en kolmunnaveiðarnar því veiðarfærin væru lítil og togað væri á lítilli ferð. Gulldeplan er aðeins nokurra sentimetra löng, mikið minni en loðnan, og fer hún öll í bræðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×