Enski boltinn

United vann Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darron Gibson skorar mark sitt í kvöld.
Darron Gibson skorar mark sitt í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United er komið í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Southampton á útivelli í kvöld.

Danny Welbeck kom United yfir með skalla af stuttu færi á 20. mínútu en sextán mínútum síðar varð Southampton fyrir áfalli er Matthew Paterson var rekinn af velli fyrir rautt spjald.

Mike Riley dómari ákvað að gefa Paterson rautt fyrir að tækla Nemanja Vidic en stuðningsmönnum Southampton fannst það heldur harkalegur dómur.

Nani kom svo United í 2-0 með marki úr vítaspyrnu sem þótti einnig umdeild. Riley dæmdi vítið þar sem hann þótti varnarmaður Southampton handleika knöttinn.

Varamaðurinn Darron Gibson innsiglaði svo sigurinn með marki á 81. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×