Bankastjórar verða að lækka laun sín um tæpa milljón Haukur Holm skrifar 12. maí 2009 18:30 Lagabreytingu þarf til að lækka laun sumra ríkisforstjóra, en stjórnir annarra stofnana þurfa að lækka laun sinna forstjóra svo hægt verði að fara að vilja ríkisstjórnarinnar um að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Ríkisstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu sinni að sú stefna verði mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Og að sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verða settar skýrar reglur um launastefnu í þessum anda. Til að þetta gangi eftir, þurfa ýmsir að taka á sig skerðingu. Laun forsætisráðherra eru í dag 935 þúsund krónur. Við skulum líta á laun nokkura forstjóra ríkisstofnana eða fyrirtækja í ríkiseigu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings eru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Páll Magnússon útvarpsstjóri er með 1155 þúsund í laun, fyrir utan bílaréttindi eða 220 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar er með 1570 þúsund á mánuði, eða 635 þúsundum meira en forsætisráðherra. En hvernig getur ríkisstjórnin náð fram markmiðum sínum? Í tilfelli forstjóra Landspítalans sem heyrir undir Kjararáð, þyrfti lagabreytingu til að lækka launin. Með hina forstjórana þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á það við stjórnir umræddra fyrirtækja að þær lækkuðu launin eða breyttu samningum við viðkomandi, eða þá að allir umræddir færu undir kjararáð. Það yrði þá hvers og eins að ákverða hvort kjörin væru viðunandi. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Lagabreytingu þarf til að lækka laun sumra ríkisforstjóra, en stjórnir annarra stofnana þurfa að lækka laun sinna forstjóra svo hægt verði að fara að vilja ríkisstjórnarinnar um að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Ríkisstjórnin segir í stefnuyfirlýsingu sinni að sú stefna verði mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra. Og að sjálfstæðum hlutafélögum í eigu ríkisins verða settar skýrar reglur um launastefnu í þessum anda. Til að þetta gangi eftir, þurfa ýmsir að taka á sig skerðingu. Laun forsætisráðherra eru í dag 935 þúsund krónur. Við skulum líta á laun nokkura forstjóra ríkisstofnana eða fyrirtækja í ríkiseigu. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings eru með 1750 þúsund í mánaðalaun. Þetta þýðir að þeirra laun þurfa að lækka um 815 þúsund til að fara niður í laun forsætisráðherra. Ásmundur Stefánsson kollegi þeirra í Landsbankanum er með eina og hálfa milljón í laun, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 565 þúsund. Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítalans er með 1390 þúsund í mánaðarlaun, sem er 455 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í laun. Forstjóri Íbúðalánasjóðs, Guðmundur Bjarnason eru með laun upp á 1218 þúsund á mánuði, þannig að hans laun þyrftu að lækka um 283 þúsund og Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins er með 1250 þúsund í laun, eða 315 þúsundum meira en forsætisráðherra. Páll Magnússon útvarpsstjóri er með 1155 þúsund í laun, fyrir utan bílaréttindi eða 220 þúsundum meira en Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar er með 1570 þúsund á mánuði, eða 635 þúsundum meira en forsætisráðherra. En hvernig getur ríkisstjórnin náð fram markmiðum sínum? Í tilfelli forstjóra Landspítalans sem heyrir undir Kjararáð, þyrfti lagabreytingu til að lækka launin. Með hina forstjórana þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á það við stjórnir umræddra fyrirtækja að þær lækkuðu launin eða breyttu samningum við viðkomandi, eða þá að allir umræddir færu undir kjararáð. Það yrði þá hvers og eins að ákverða hvort kjörin væru viðunandi.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira