Innlent

Einn á spítala vegna svínaflensu

Þann 6. september höfðu alls höfðu 193 einstaklingar greinst með inflúensu A(H1N1)v, þekkt sem svínaflensa, hér á landi samkvæmt veirufræðideild Landspítalans.

Þar af voru 98 karlar og 85 konur. Einn sjúklingur hefur lagst inn á sjúkrahús af völdum svínaflensunnar en veikindin töldust ekki alvarleg. Öll staðfest tilfelli síðastliðnar þrjár vikur voru af innlendum toga. Flest tilfellin eru á aldrinum 15 - 29 ára.

Greinst hafa tilfelli með búsetu á öllum sóttvarnaumdæmum nema í Vestmannaeyjum samkvæmt vef landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×