Erlent

Tvö börn létust í stórbruna í Lundúnum

Myndin tengist ekki fréttinni.
Myndin tengist ekki fréttinni.
Tvö börn eru látin eftir að eldur kom upp í háhýsi í Camberwell sem staðsett er í suð-austur Lundúnum. Tíu manns eru særðir eftir eldinn sem kom upp í tólf hæða húsi við Havil stræti. Börnin voru þriggja vikna og sjö ára.

Meira en hundrað slökkviliðsmenn börðust við eldinn sem er talinn hafa átt upptök sín á fjórðu hæð hússins.

Þrjátíu manns hefur verið bjargað en tvö börn eru látin. Tíu manns hafa verið fluttir á spítala. Sjö þeirra eru með reykeitrun en þrír eru alvarlega slasaðir.

Enginn annar mun vera í byggingunni en tekist hefur að slökkva eldinn. Húsið er stórskemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×