Enski boltinn

Millwall hótar að setja nokkra stuðningsmenn sína í lífstíðarbann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir fyrir slæma hegðun.
Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir fyrir slæma hegðun. Nordic photos/AFP

Andy Ambler, stjórnarformaður enska c-deildarfélagsins Millwall, hefur staðfest að nokkrir stuðningsmenn félagsins eigi yfir höfði sér lífstíðarbann á leiki Millwall eftir óafsakanlega framkomu sína í garð stuðningsmanna Leeds á meðan leik liðanna stóð á New Den-leikvanginum um helgina.

Nokkrir stuðningsmenn Millwall voru þá íklæddir treyjum Galatasaray og veifuðu fánum tyrkneska félagsins í því skyni að ögra stuðningsmönnum gestanna en árið 2000 voru tveir stuðningsmenn Leeds stungnir til bana fyrir leik Leeds og Galatasaray í Evrópukeppninni í Tyrklandi.

Starfsmenn Millwall eru nú að fara yfir myndir og myndbandsupptökur teknar úr CCTV myndavélum á leikvanginum til þess að bera kennsl á óþokkana sem um ræðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×